27.7.2010 | 22:22
Jón og Borgar sigra
Jón og Borgar sigrðu þriðju umferð Íslandsmótsins í Rally um helgina. Þeir félagar aka Subaru Impreza STI. Þeir keyrðu jafn og þétt í gegnum keppinna og skiluðu sér 52sek á undan þeim Sigurði Braga og Ísak sem aka Mitsubishi Lancer EVO 7 en þeir keyrðu í Gr. X og þar af leiðandi fá þeir ekki stig til Íslandsmeistara.
Þriðju urðu svo Hilmar og Stefán eftir þéttan og góðan akstur. Þeir aka Mitsubishi Lancer EVO 5. Fjórðu urðu svo Fylkir og Elvar og skammt á eftir komu svo Marían og Jón Þór. í Sjötta sæti komu svo heimamennirnir Einar og Símon á Audi og var þetta fyrsta keppni sem þeir luku á þessu ári eftir frekar óheppi í síðustu keppnum.
í Jeppaflokki var það Sighvatur og Andrés sem sigrðuðu á Mitsubishi Pajero í öðru stæi komu svo Kristinn og Brimrún á Grand Cheeroke. Þriðju urðu svo Baldur og Elías.
Í Eindrifs flokki sigrðu þeir Kristján og Halldór en þetta var fyrsta keppni kristján en þeir óku á Peugeot 306 S16. Aðrið urðu þeir Henning og Árni á Corollu. En þeir feðgar Hlöðver og Baldur voru með mikla yfirburði allt rallið að undan skildri einni leið eftir að hafa tapað um 14min á rafmagnsbilunum.
Úrslit.
1. Jón / Borgar - Subaru Impreza STI * 1:04:02
2. Sigurður / Ísak - Mitsubishi Lancer EVO 7 * 1:04:54
3. Hilmar / Stefán - Mitsubishi Lancer EVO 5 * 1:05:26
4. Fylkir / Elvar - Subaru Impreza STI * 1:06:26
5. Marían / Jón Þór - Mitsubishi Lancer EVO 8 * 1:09:25
6. Einar / Símon - Audi S2 * 1:09:31
7. Sighvatur / Andres - Mitsubishi Pajero * 1:12:01
8. Kristinn / Brumrún - Grand Cherokee * 1:13:57
9. Kritján / Halldór - Peugeot 306 S16 * 1:14:36
10. Henning / Árni - Toyota Corolla * 1:14:49
11. Baldur / Elías - Gran Cherokee * 1:16:16
12. Þórður / Guðmundur - Toyota Hilux * 1:17:39
13. Baldur / Guðrún - Subaru Impreza GL * 1:18:22
14. Hlöðver / Baldur - Toyota Corolla * 1:24:18
15. Pétur / Björn - Mitsubishi Lancer EVO 6 * 1:40:03
16. Sigurður / Brynjar - Toyota Celica GT4 * Luku ekki SS3
17. Aðalsteinn / Heimir - Mitsubishi lancer EVO 10 * Hófu ekki keppni
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 22:35 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.